15.07.2015
Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar hefur nú tekið saman upplýsingar um útlánatölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og til samanburðar við árin 2013 og 2014. Ánægjulegt er að sjá aukningu í útlánum.
Lesa meira
14.07.2015
Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni í gær fór Friðarhlaupið í gegnum Fjallabyggð í gær á leið sinni um landið en Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið er nú nær hálfnað með hringhlaup sitt um Ísland eftir strandlengjunni.
Lesa meira
14.07.2015
Laugardaginn 18. júlí verður sýning á austrænu handverki í Listhúsinu í Ólafsfirði þegar handverkslistamenn frá Hong Kong sýna verk sín.
Lesa meira
13.07.2015
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.
Lesa meira
09.07.2015
Í morgun komu þeir Valtýr og Jóhann Sigurðssynir og færðu Listasafni Fjallabyggðar að gjöf, málverk af föður sínum, Sigurði Jónssyni. Það voru þau Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs sem veittu gjöfinni viðtöku. Myndina málaði Einar Hákonarson árið 1989.
Lesa meira
07.07.2015
Nú er lokið við að þökuleggja tjaldsvæðið í Ólafsfirði. Í framhaldinu verður hellulagður göngustígur milli tjarnarinnar og íþróttamiðstöðvarinnar.
Lesa meira
07.07.2015
Olga Vocal Ensemble mun halda tónleika í Tjarnarborg í Fjallabyggð sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00.
Lesa meira
06.07.2015
Á heimasíðu Síldaminjasafnsins má sjá frétt þar sem sagt er frá því að þann 1. júlí sl. voru eitt hundrað ár liðin síðan slökkvilið Siglufjarðar var stofnað. Slökkviliðsstjóri hjá Fjallabyggð í dag er Ámundi Gunnarsson, eða Ámi brunavörður og er hann "því meir elskaður af samborgurm sínum sem hann hefur sig minna í frammi" eins og segir í frétt Síldaminjasafnsins.
Lesa meira
04.07.2015
Það er óhætt að segja að dagskrá Þjóðlagahátíðar sé fjölbreytt í dag, laugardaginn 4. júlí. Dagskráin hefst kl. 10:00 í húsakynnum grunnskólans við Norðurgötu, Siglufirði. Þar verður stiginn dans, bæði skoskir og norrænir þjóðdansar. Síðan rekur hver viðburðinn annan og endar á dansleik á Allanum kl. 23:00.
Lesa meira
03.07.2015
Starfsemi Ljóðaseturs Íslands er komin á fullt þetta sumarið. Opið verður á setrinu milli kl. 14:00 - 17:30 alla daga vikunnar. Lifandi viðburðir verða alla daga kl. 16:00 þar sem eigandinn Þórarinn Hannesson ásamt hinum ýmsu listamönnum munu flytja ljóð, kveðast á og einnig syngja.
Lesa meira