Fréttir

Tjaldsvæði Ólafsfirði

Framkvæmdir eru nú hafnar á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði. Verið er að hækka svæðið til að koma í veg fyrir að svæðið fari á flot í miklum rigningaveðrum en líkt og heimamenn þekkja er alls ómögulegt að nýta tjaldsvæðið þegar þannig viðrar.
Lesa meira

Starf umsjónarmanns við Tjarnarborg. Umsóknarfrestur til 12. júní

Leitað er eftir áhugasömum og hæfum einstaklingi til að sinna starfi umsjónarmanns við Menningarhúsið Tjarnarborg. Sveigjanlegur vinnutími.
Lesa meira

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 13. júní. Hlaupið fer fram bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira

Tónleikar í Alþýðuhúsinu - Anna Fält

Finnska þjóðlagasöngkonan Anna Fält heldur eldhústónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sunnudaginn 14. júní kl. 14:00.
Lesa meira

Almenningssamgöngur

Í sumar verða samgöngur á milli byggðarkjarna að mestu í tengslum við íþrótta– og knattspyrnuskóla KF en almenningi er frjálst að nýta sér allar ferðir. Boðið er upp á ferðir að morgni og svo eftir kl. 16:00.
Lesa meira

Ljósbrot úr lífi konu

Kolbrún Símonardóttir opnar sýningu í Bláa húsinu 17. júní kl. 15:00.
Lesa meira

Sýning í Listhúsinu - einkasýning Susan Mabin

Mánudaginn 15. júní kl. 15:00 opnar Susan Mabin frá Nýja-Sjálandi sýningu í Listhúsinu Ólafsfirði sem ber yfirskriftina Smother nature. Sýningartímar verða svo milli kl. 16:00 - 18:00 dagana 18. - 21. júní.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar

Vinnuskóli Fjallabyggðar hefst þriðjudaginn 9. júní. Þeir nemendur sem hafa skráð sig til vinnu í Vinnuskóla Fjallabyggðar fá vinnu sem hér segir:
Lesa meira

Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF

Hér að neðan eru nánari upplýsingar um skólann sem verður starfræktur í sumar. Íþrótta- og knattspyrnuskóli KF er fyrir krakka fædd 2007-2011 (athugið að börn fædd 2011 sækja skólann aðeins í sínum byggðarkjarna). Knattspyrnuskólinn byrjar mánudaginn 8.júní og er starfræktur á mánudegi til fimmtudags fram til 30.júlí (17.júní er frídagur).
Lesa meira

Sirkus Íslands á Síldarævintýrinu

Síðasta sumar sáu rúmlega 21.000 manns sýningar Sirkus Íslands. Í ár er ferðalaginu heitið til Vestmannaeyja, Blönduóss, Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar.
Lesa meira