Fréttir

Nýtt upplýsinga- og götukort við innkomu inn í Ólafsfjörð

Í gær settu starfsmenn Skiltagerðarinnar í Ólafsfirði upp nýtt upplýsinga- og götukort við innkomuna inn í Ólafsfjörð nánar tiltekið við útsýnisstaðinn gengt Brimnesi. Á kortinu má finna upplýsingar um helstu þjónustustaði í Ólafsfirði.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Neon í nýtt húsnæði

Í framhaldi af bókun bæjarráðs frá 26.05.2015 um húsnæðismál félgsmiðstöðvarinnar Neon, auglýsti Fjallabyggð eftir hentugu leiguhúsnæði fyrir starfsemina frá og með 1. september nk.
Lesa meira

Skíðasvæðið Skarðdal

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí var lagt fram til kynningar svar Ofanflóðasjóðs, dagsett 4. júlí 2015, við erindi Fjallabyggðar um aðkomu sjóðsins að færslu á hluta skíðasvæðisins í Siglufirði þar sem skíðaskálinn og byrjendabrekkan eru, samkvæmt mati Veðurstofunnar, á hættusvæði. Í svari Ofnaflóðasjóðs kemur fram að sjóðurinn telur sig ekki hafa lagaheimild til þess og er vísað í 1.mgr. 13.gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Lesa meira

Vegleg afmælisgjöf til Skógræktarfélags Siglufjarðar

Á fundi bæjarráðs í gær, 14. júlí, var tekið fyrir erindi frá Skógræktarfélagi Siglufjarðar og Skógræktarfélagi Íslands vegna formlegrar opnunar skógarins í Skarðdal á Siglufirði í tengslum við verkefnið "Opinn skógur".
Lesa meira

32% útlánaaukning á bókum frá 2013

Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar hefur nú tekið saman upplýsingar um útlánatölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og til samanburðar við árin 2013 og 2014. Ánægjulegt er að sjá aukningu í útlánum.
Lesa meira

Friðarhlaupið í Fjallabyggð

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni í gær fór Friðarhlaupið í gegnum Fjallabyggð í gær á leið sinni um landið en Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið er nú nær hálfnað með hringhlaup sitt um Ísland eftir strandlengjunni.
Lesa meira

Austrænt handverk í Listhúsinu

Laugardaginn 18. júlí verður sýning á austrænu handverki í Listhúsinu í Ólafsfirði þegar handverkslistamenn frá Hong Kong sýna verk sín.
Lesa meira

Friðarhlaupið í Fjallabyggð

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.
Lesa meira

Listaverkagjöf

Í morgun komu þeir Valtýr og Jóhann Sigurðssynir og færðu Listasafni Fjallabyggðar að gjöf, málverk af föður sínum, Sigurði Jónssyni. Það voru þau Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs sem veittu gjöfinni viðtöku. Myndina málaði Einar Hákonarson árið 1989.
Lesa meira

Tjaldsvæðið í Ólafsfirði

Nú er lokið við að þökuleggja tjaldsvæðið í Ólafsfirði. Í framhaldinu verður hellulagður göngustígur milli tjarnarinnar og íþróttamiðstöðvarinnar.
Lesa meira