Mikilvægt að tilkynna allt tjón

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni í hamförum í Fjallabyggð (Siglufirði, Ólafsfirði) föstudaginn 28. ágúst og laugardaginn 29. ágúst 2015, eru hvattir til að tilkynna það til Viðlagatryggingar Íslands og/eða síns tryggingarfélags.

Fulltrúar tryggingafélaga verða í Fjallabyggð í dag og næstu daga til að meta tjón. Munu þeir hafa aðsetur á 2. hæð í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði.

Mjög mikilvægt er að tilkynna allt tjón sem orðið hefur.

Bæjarstjóri Fjallabyggðar
Gunnar Ingi Birgisson