Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.
Í samningi sem undirritaður verður í Grunnskóla Fjallabyggðar, Siglufirði, mánudaginn 31. ágúst nk. kl. 17:00 skuldbindur bæjarfélagið sig til að:
- Setja sér markvissa læsisstefnu í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla.
- Ákveða lágmarksviðmið um lestrarhraða, lesskilning, orðaforða og ritfærni í samræmi við aðalnámskrá.
- Mæla reglubundið leshraða, lesskilning, hljóðkerfisvitund og málþroska og nýtir niðurstöður þeirra og samræmdra könnunarprófa á markvissan hátt.
- Beita snemmtækri íhlutun í leik- og grunnskólum og bregst jafnóðum við vísbendingum um lestrarvanda.
- Nýta markvisst sérfræðiþjónustu sína til ráðgjafar, greiningar og eftirfylgni.
- Veita nemendum af erlendum uppruna sérstakan stuðning með það fyrir augum að þeir nái virku tvítyngi og sömu viðmiðum í læsi og aðrir nemendur.
- Leggja áherslu á samvinnu við foreldra og foreldrafélög til að ná markmiðum samningsins.
Allar nánari upplýsingar um þjóðarátakið er hægt að nálgast á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðneytisins - GOTT AÐ LESA
Þjóðarsáttmáli um læsi - kynningarbæklingur