Fréttir

Allt á floti

Gífurlegt vatnsveður er nú í Fjallabyggð og er ástandið orðið ansi alvarlegt á mörgum stöðum eins og meðfylgjandi myndir sýna:
Lesa meira

Aurskriður féllu á Siglufjarðarveg

Þrjár aurskriður féllu með skömmu millibili á Siglufjarðarveg, vestan við strákagöng, í gærkvöldi. Veginum var lokað og munu starfsmenn Vegagerðarinnar hreinsa hann nú í morgunsárið.
Lesa meira

Brunavarnaráætlun 2015 - 2019

Brunavarnaráætlun fyrir Fjallabyggð fyrir árin 2014-2019 var samþykkt þann 22. júlí sl. Brunavarnaráætlun leggur grunninn að gæðastjórnun og úttekt á starfsemi slökkviliðs fyrir þá aðila sem bera ábyrgð á brunavörum í sveitarfélaginu. Áætlunin auðveldar einnig íbúum sveitarfélagsins að fá upplýsingar um veitta þjónustu, skipulags slökkviliðs og markmið með rekstri þess í sveitarfélaginu.
Lesa meira

Þjóðarsáttmáli um læsi

Haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.
Lesa meira

Vetraropnun íþróttamiðstöðva

Nú þegar skólastarf er hafið breytist opnunartími íþróttamiðstöðva og verður vetraropnun 2015 - 2016 sem hér segir:
Lesa meira

Bókasafnsfréttir

Undanfarið hefur starfsfólk bókasafnanna, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, unnið að því að bæta aðbúnað gesta og aðgang að safnkostinum. Á efri hæð safnsins í Ólafsfirði er komin notaleg setustofa þar sem hægt er að tylla sér með kaffibolla og blöðin eða glugga í gamlar bækur.
Lesa meira

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016 verður mánudaginn 24. ágúst nk. sem hér segir.
Lesa meira

Ertu klár í Útsvar?

Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið til keppni í árlegann sjónvarpsþátt þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og Fjallabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem var dregið úr pottinum fyrir komandi vetur. Þetta árið hefst keppni föstudaginn 11. september.
Lesa meira

Uppfærð kortasjá

Á heimasíðu Fjallabyggðar er hægt að kalla fram kortasjá sem unnin er af fyrirtækinu Loftmyndir. Inni á kortasjánni er nú hægt að kalla fram upplýsingar um lóðir, fasteignir, vegi, lagnir í eigu Rarik og Norðurorku, fráveitu, vatntsveitu auk hin ýmsu þjónustutákn.
Lesa meira

Mín Fjallabyggð - íbúagátt

Vakin er athygli á því að nú geta íbúar Fjallabyggðar komið á framfæri ábendingum, fyrirspurnum og sent inn mál rafrænt í gegnum íbúagáttina MÍN FJALLABYGGÐ.
Lesa meira