Hreyfivika - dagar 5, 6 og 7

Iðkendur KF
Iðkendur KF

Nú fer að líða á seinni hluta Hreyfivikunnar. Í dag, föstudaginn 25. september, er eftirfarandi í boði:
Opnar æfingar í fimleikum á vegum Glóa.
Kl. 14:45 Hópur 1 (2. - 6. bekkur)
Kl. 15:45 Hópur 2 (7. bekkur og eldri)
Kl. 16:45 Hópur 3 (börn fædd 2009 - 2011)
Frítt í ræktina.

Kl. 10:00 á laugardaginn, 26. september, verður Hjólreiðafélag Fjallabyggðar með ferð þar sem hjólað verður inn að Reykjum (24 km). Sem fyrr geta Siglfirðingar fengið hjólin sín ferjuð yfir í Ólafsfjörð. Mæting á Ráðhústorgið kl. 09:30
Frítt í líkamsræktina þennan dag.

Á sunnudaginn er engin formleg dagskrá en frítt er í sund og rækt.

Hér fylgja svo með nokkrar myndir frá viðburðum vikunnar.

Þátttakendur í boccia í Hreyfiviku
Það er jafnan líf og fjör í boccia. Þessi flotti hópur mætir í íþróttahúsið Siglufirði tvisvar í viku.

Sundleikfimi í Hreyfiviku
Það er fjölmenni í sundleikfiminni.

Sundleikfimi í Hreyfiviku
Sundleikfimi er í boði tvisvar í viku.

Gönguhópurinn GÆS
Gönguhópurinn GÆS (Get-ætla-skal) hefur verið vikur í Hreyfivikunni og verður svo áfram.  Gengið frá íþróttahúsinu Ólafsfirði.

Hjólagarpar í Hreyfiviku

Þessi kappar hjóluðu í kringum Ólafsfjarðarvatn.  Hjólafélag Fjallabyggðar stóð fyrir viðburðinum.  
Ferðir á vegum félagsins eru auglýstar á Facebókar-síðu félagsins.