Hreyfivika dagur 3

Frá sundleikfimi
Frá sundleikfimi

Í dag, miðvikudaginn 23. september, er fjölmargt í boði á þriðja degi Hreyfiviku.
Kl. 09:30 er vatnsleikfimi í sundlauginni Siglufirði.
Kl. 11:00 er ganga á vegum félagsstarf aldraðra. Gengið er frá Skálarhlíð

Opnar æfingar í knattspyrnu á vegum KF verða sem hér segir:
Kl. 14:00-15:00 8.-10.bekkur KK og KVK Sigló (sparkvöllur).
Kl. 15:00-16:00 5.-7.bekkur KK og KVK Sigló (sparkvöllur).

Opnir tímar í fimleikum verða á vegum Ungmennafélagsins Glóa í íþróttahúsinu Ólafsfirði sem hér segir:
Kl. 14:45 Hópur 1 (2. - 6. bekkur)
Kl. 15.45 Hópur 2 (7. bekkur og eldri)
Kl. 16:45 Hópur 3 (börn fædd 2009 - 2011)

Kl. 17:00
er ganga á vegum gönguhópsins GÆS (Get-ætla-skal). Mæting við íþróttahúsið Ólafsfirði.
Kl. 18:00 - 19:30 Opinn tími í blaki á vegum Hyrnunnar. Karlmenn hvattir til að mæta.

Minnum á sundkeppni sveitarfélaganna og eins er frítt í sund í dag.