Ráðstefna - áhrif Héðinsfjarðarganga á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga

Héðinsfjarðargöng brátt 5 ára
Héðinsfjarðargöng brátt 5 ára

Í tilefni að því að fimm ár eru frá því að Héðinsfjarðargöng voru opnuð boða Fjallabyggð og Háskólinn á Akureyri til ráðstefnu þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna á samfélögin á norðanverðum Tröllaskaga verða kynntar.
Ráðstefnan fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði föstudaginn 2. október nk. og stendur yfir frá kl. 14:00 – 17:00.

Dagskrá:
Ávarp: Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri.

Þóroddur Bjarnason: Samgöngur og byggðaþróun. Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga

Jón Þorvaldur Heiðarsson: Stóðst umferðarspáin? Hvað má af henni læra?

Sonja Stelly Gústafsdóttir: Sýn íbúa Fjallabyggðar á heilbrigðisþjónustuna

Kjartan Ólafsson: Skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganganna á mannfjöldaþróun

Andrea Hjálmsdóttir: Staða kynjanna fyrir og eftir opnun Héðinsfjarðarganga

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar: Samgöngur og samstarf

Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar: Hvaða þýðingu hafa göngin haft fyrir Fjallabyggð?

Pallborðsumræður – Stjórnandi Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Ráðstefnustjóri: Sigrún Stefánsdóttir, sviðsforseti hug og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Dagskrá á pdf - til útprentunar