Margrét Eir kemur fram í Bátahúsinu kl. 17:00
Það er óhætt að segja að dagskrá Þjóðlagahátíðar sé fjölbreytt í dag, laugardaginn 4. júlí. Dagskráin hefst kl. 10:00 í húsakynnum grunnskólans við Norðurgötu, Siglufirði. Þar verður stiginn dans, bæði skoskir og norrænir þjóðdansar. Síðan rekur hver viðburðinn annan og endar á dansleik á Allanum kl. 23:00.
Neðra skólahús kl. 10:00-12:00
- 10:00 Skoskir þjóðdansar. Jamie Laval, Bandaríkjunum
- 11:00 Norrænir þjóðdansar. Paul Höxbro, Danmörku og Öyonn Groven Myhren, Noregi
Rauðka kl. 14:00
Finnskt klezmer - Narinkka-tríóið
Rauðka kl. 15:30
Eistneskt neistaflug
Silver Sepp leikur á heimasmíðuð hljóðfæri
Kristiina Ehin kveður
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar kl. 15:30
Kvæðamannakaffi
Kvæðamenn koma saman og kveða rímnalög
Siglufjarðarkirkja kl. 17:00
Hundurinn og svanurinn
Hundur í óskilum og Lúðrasveitin Svanur
Bátahúsið kl. 17:00
Thin Jim. Margrét Eir söngkona ásamt hljómsveit.
Bátahúsið kl. 20:30
Uppskeruhátíð
Listamenn af hátíðinni koma fram
Allinn kl. 23:00
Dansleikur