Friðarhlaupið í Fjallabyggð

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni í gær fór Friðarhlaupið í gegnum Fjallabyggð í gær á leið sinni um landið en Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið er nú nær hálfnað með hringhlaup sitt um Ísland eftir strandlengjunni.
Við Menningarhúsið Tjarnarborg tóku krakkar úr íþrótta- og knattspyrnuskóla KF á móti hlaupurunum og hlupu svo með þeim að íþróttasvæðinu. Mörgum krökkunum þótti spennandi að fá að handleika friðarkyndilinn líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Þetta er í 10. sinni sem hlaupið er á Íslandi.

Friðarhlaup í Fjallabyggð 2015

Friðarhlaup í Fjallabyggð 2015

Friðarhlaup í Fjallabyggð 2015

Friðarhlaup í Fjallabyggð 2015

Friðarhlaup í Fjallabyggð 2015