Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar hefur nú tekið saman upplýsingar um útlánatölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins og til samanburðar við árin 2013 og 2014. Ánægjulegt er að sjá aukningu í útlánum. Á Siglufirði hafa útlán aukist um 21,6% frá árinu 2013 - 2015 og um 50,5% í Ólafsfirði á sama tíma. Samanlögð aukning á báðum stöðum er því rúmlega 32%.
Lánþegum hefur að sama skapi fjölgað. Á Siglufirði hafa þeir farið úr 178 árið 2013 í 212 nú á árinu 2015 sem gerir rúmlega 19% aukning. Í Ólafsfirði er hlutfallsaukning töluvert meiri eða 37,6% á sama tíma. Fer ú 93 lánþegum og í 128 í ár. Lánþegar á bókasöfnunum eru því 340 sem er 16,7% af íbúum Fjallabyggðar m.v. íbúafjölda 1. janúar 2015.
Myndin sýnir þróun í útlánun hjá Bókasafni Fjallabyggðar fyrstu sex mánuði ársins árin 2013 - 2015.
Myndin sýnir fjölgun á lánþegum hjá Bókasafni Fjallabyggðar árin 2013 - 2015.