Mín Fjallabyggð - íbúagátt

Mín Fjallabyggð - íbúagátt
Mín Fjallabyggð - íbúagátt

Vakin er athygli á því að nú geta íbúar Fjallabyggðar komið á framfæri ábendingum, fyrirspurnum og sent inn mál rafrænt í gegnum íbúagáttina MÍN FJALLABYGGÐ.

Mín Fjallabyggð er íbúagátt þar sem bæjarbúar geta með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins, sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira. Með tilkomu íbúagáttarinnar hefur Fjallabyggð stigið stórt skref í átt að markmiðum sínum um skilvirka og ábyrga stjórnsýslu.

Mín Fjallabyggð - Íbúagátt

Hægt er að fara inn á innskráningarsíðu beint á forsíðu Fjallabyggðar.........

Mín Fjallabyggð - Íbúagátt

.........eða undir flipanum ÍBÚAR.

Mín Fjallabyggð - Íbúagátt
Innskráning fer fram rafrænt með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í gegnum síma.

 

Mín Fjallabyggð - Íbúagátt
Þegar komið er inn í íbúagáttina er hægt að smella á hnappana til vinstri á síðunni til að senda inn fyrirspurnir eða formlegt erindi.

Í gegnum flipana efst á síðunni er hægt að sjá stöðu á fasteignagjöldum og nálgast umsóknareyðublöð.

Mín Fjallabyggð - Íbúagátt

Þó nokkur umsóknareyðublöð eru nú til staðar í íbúagáttinni. T.d. almennar atvinnuumsóknir, eyðublöð er tengjast tæknideild og félagsþjónustu. 

Jafnframt er vakin athygli á því hér að tilkynningar um breytingu á lögheimili (flutningstilkynning innanlands) og skráning sambúðar í þjóðskrá fer fram í gegnum heimasíðu Þjóðskrár; www.skra.is 

Flutningstilkynning innanlands