Bókasafnsfréttir

Fundabók Ólafsfjarðarhrepps frá 1922
Fundabók Ólafsfjarðarhrepps frá 1922

Undanfarið hefur starfsfólk bókasafnanna, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, unnið að því að bæta aðbúnað gesta og aðgang að safnkostinum. Á efri hæð safnsins í Ólafsfirði er komin notaleg setustofa þar sem hægt er að tylla sér með kaffibolla og blöðin eða glugga í gamlar bækur. Á Siglufirði er lokið vinnu við að tengja eldri eintök bóka sem voru í geymslu og eru þær nú aðgengilegar lánþegum. Eru íbúar hvattir til að gera sér nú ferð á bókasafnið og skoða breytingarnar. Starfsfólk bókasafnsins segir það tryggt að allir finni sér eitthvað að gera, hvort sem er að lesa, lita, spila, glugga í blöð eða bara fá sér kaffi :). Svo er safnið að sjálfsögðu með allar nýjustu bækurnar. Myndir frá breytingunum má sjá á facebooksíðu safnsins

Setustofa bókasafnsins í Ólafsfirði
Setustofa bókasafnsins í Ólafsfirði