Vel heppnaðir Berjadagar

Gestir Berjadaga
Gestir Berjadaga

Um síðastliðnu helgi voru hinir árlegu Berjadagar haldnir í Ólafsfirði. Dagskráin hófst á fimmtudagkvöldið með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju en þar steig á svið Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara og fluttu þær fjölbreytta dagskrá eftir íslenska sem erlenda höfunda.

Á föstudagskvöldið voru tónleikar með tónlistarhópnum Mógil.
Laugardag og sunnudag var svo flutt leikverkið Annar Tenór - en samt sá sami eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Einnig voru ljósmyndasýningar í Tjarnaborg en þar var ljósmyndum Brynjólfs Sveinssonar varpað upp á vegg.
Mæting á viðburði Berjadaga var mjög góð og góður rómur gerður að flutningi bæði tón- og leikverka.

Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir.  Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Hanna Þóra og Helga Bryndís
Helga Bryndís og Hanna Þóra.  Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson; Annar tenór - en samt sá sami.  Mynd: Björn Þór Ólafsson

Annar tenór en samt sá sami
Leikarar sýningarinnar: Sigursveinn Magnússon, Guðmundur Ólafsson og Aðalbjörg Árnadóttir.

Mynd: Björn Þór Ólafsson