Mynd: af veraldarvefnum
Á fundi bæjarráðs í gær, þann 18. ágúst, voru tekin fyrir erindi skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar annars vegar og erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar hins vegar þar sem óskað var eftir hækkun á gjaldskrám.
Tillaga skólastjóra tónskólans kvað á um 10% hækkun á gjaldskrá fyrir veturinn 2015 - 2016 sem bæjarráð samþykkti. Gjald verður því sem hér segir:
Heilt nám kr. 52.800. - fyrir veturinn.
Hálft nám kr. 36.300. - fyrir veturinn.
Hljómsveitir og hóptímar kr. 30.800. - fyrir veturinn.
Fullorðnir, heilt nám kr. 63.800. - fyrir veturinn.
Fullorðnir, hálft nám kr. 49.500. - fyrir veturinn.
Söngnám á framhaldsstigi kr. 78.100. - fyrir veturinn.
Hljóðfæraleiga, kr. 10.000. - fyrir veturinn.
Vert er að vekja athygli á því að skólagjöld við tónskólann hafa ekki hækkað sl. fjögur ár og eru töluvert lægri en hjá nágrannasveitarfélögum.
Tillaga skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar kvað á um að verð á skólamáltíðum, lengdri viðveru og mjólkuráskrift hækki í takt við vísitölu neysluverðs. Bæjarráð samþykkti tillögu skólastjóra og mun þessir liðir hækka um 4% frá og með 1. september nk.
Verð á skólamáltíðum hefur verið kr. 444 frá 1. janúar 2015 og hækka í 462 kr.
Mjólkuráskrift fyrir hálft skólaár hefur verið kr. 2.000 frá hausti 2013 en hækkar í 2.080 kr.