Uppfærð kortasjá

Á heimasíðu Fjallabyggðar er hægt að kalla fram kortasjá sem unnin er af fyrirtækinu Loftmyndir. Inni á kortasjánni er nú hægt að kalla fram upplýsingar um lóðir, fasteignir, vegi, lagnir í eigu Rarik og Norðurorku, fráveitu, vatntsveitu auk hin ýmsu þjónustutákn.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að nota kortin frá Rarik og Norðurorku í staðinn fyrir graftarleyfi eða án samráðs við fyrirtækin. Tjón á strengjum vegna graftar eru á ábyrgð framkvæmdaaðila hafi hann ekki aflað sér nánari upplýsinga hjá fyrirtækjunum um legu strengja.

Unnið er að því að setja inn teikningar af fasteignum og verða þeirri vinnu vonandi lokið nú á haustmánuðum.

Kortasjá á heimasíðu Fjallabyggðar

Á forsíðu heimasíðu Fjallabyggðar er flýtihnappur inn á kortasjánna.

Fráveita úr kortasjá
Hér hafa verið kallaðar fram upplýsingar um fráveitulagnir í Ólafsfirði