Á fundi bæjarráðs í gær, 18. ágúst var lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um notkun á almenningssamgöngum á milli byggðarkjarna í júlímánuði. Samtals voru farþegar 833 þar af 785 á vegum KF sem gerir þá 48 almennir farþegar.
Í byrjun sumars samþykkti bæjaráð að taka upp gjald fyrir þá sem vilja nýta sér ferðir skóla- og frístundaaksturs á milli byggðarkjarna. Þessari gjaldtöku verður áframhaldið og geta íbúar og/eða ferðamenn nýtt sér þessar ferðir sem í boði verða í vetur í tengslum við skóla- og frístundastarf. Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs frá því í gær þurfa nemendur grunnskólans og nemendur MTR ekki að greiða fyrir ferðirnar og jafnframt var samþykkt að veita ellilífeyrisþegum og öryrkjum 40% afslátt frá áður samþykktri gjaldskrá.
Verð fyrir staka ferð er kr. 400 en hægt er að kaupa 10, 20 eða 30 miða kort á upplýsingamiðstöðvum (bókasöfnum) og er verð þeirra sem hér segir:
10 miða kort kosti kr. 3.500 / 2.100 kr. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja
20 miða kort kosti kr. 7.000 / 4.200 kr. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja
30 miða kort kosti kr. 10.000 / 6.000 kr. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja
Stök ferð: 400 kr. / 240 kr. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja.
Á myndinni sést hversu margir voru að nýta sér ferðir á milli byggðarkjarna í júní og júlí. Talning í júní hófst þann 15.
Bláu súlurnar sýna nýtingu í júnímánuði og þær appelsínugulu nýtingu í júlímánuði. Í júnímánuði voru notendur KF 528 og 785 í júlí.
Fjöldi annarra en þeirra sem voru á vegum KF voru 46 í júní og 48 í júlí.
Á þessari mynd má sjá aðsókn pr. dag í júlímánuði. Notendur KF vs. aðrir. Bláu súlurnar sýna notendur KF.
Á þessari mynd má sjá hvernig nýting var á einstökum ferðum dagsins í júlímánuði.