Fréttir

Blakfélag Fjallabyggðar Íslandsmeistari

Blakfélag Fjallabyggðar náði góðum árangri á sínu fyrsta starfsári og vann 2. deild karla á Íslandsmótinu í blaki sem lauk nú um nýliðna helgi. Stóð félagið uppi sem sigurvegari mótsins og endaði með 37 stig, einu stigi meira en HK-C. Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar var í neðsta sæti fyrir mótið í 2. deild, en náði með góðum árangri að koma sér úr níunda sæti í það sjöt
Lesa meira

Páskar - Viðburðadagatal

Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskana. Fyrirhugað er að gefa út viðburðardagatal þar sem tilgreindir verða viðburðir í Fjallabyggð yfir páskana.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í gærkveldi þann 14. mars var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í skólahúsinu við Tjarnarstíg en það er 7. bekkur sem tekur þátt í þeirri keppni.
Lesa meira

Ráðstefna um ferðaþjónustu í Fjallabyggð vel sótt

Ráðstefna um ferðaþjónustu í Fjallabyggð fékk góðar viðtökur ferðaþjónustuaðila og annarra sem láta sér málefnið varða en 45 manns sátu ráðstefnuna sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg 9. mars sl.
Lesa meira

Nótan - Uppskeruhátíð Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Í gær þriðjudaginn 7. mars fóru fram uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskagaí Menningarhúsinu Tjarnarborg og hófust þeir kl. 17:00. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. En undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð.
Lesa meira

Nótan - Uppskeruhátíð Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Verður haldin í Menningarhúsinu Tjarnarborg þriðjudaginn 7. mars kl. 17:00 Þar koma fram nemendur skólans með tónlistaratriði sem voru valin til þátttöku í Nótunni 2017.
Lesa meira

143. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

143. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 8. mars 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Danssýningin FUBAR í Tjarnarborg

Danssýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu tónlist eftir Jónas Sen heldur áfram för sinni um landið og nú er komið að Fjallabyggð. Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært okkur stór verk á borð við flugeldasýningarnar á Menningarnótt, opnunarsviðsverk 29´Listahátíðar í Reykjavík Svartar Fjaðrir í Þjóðleikhúsinu og verkið “Og himinninn kristallast” fyrir Íslenska dansflokkinn. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá neinum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í Ísensku menningarlífi í mörg ár.
Lesa meira

Fjörugur Öskudagur

Það var heldur betur líf og fjör í Fjallabyggð í gær þegar börn og ungmenni klæddu sig upp í hina ýmsu búninga í tilefni af Öskudeginum. Samkvæmt hefð gengu börnin í verslanir og fyrirtæki og sungu fyrir starfsfólk í von um að fá góðgæti fyrir.
Lesa meira

Vetrarleikar UÍF 2017

Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust þann 24. febrúar sl. og standa þeir til 7. mars nk. Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira