Fjörugur Öskudagur

Kristún Erla Kristinsdóttir
Kristún Erla Kristinsdóttir

Það var heldur betur líf og fjör í Fjallabyggð í gær þegar börn og ungmenni klæddu sig upp í hina ýmsu búninga í tilefni af Öskudeginum. Samkvæmt hefð gengu börnin í verslanir og fyrirtæki og sungu fyrir starfsfólk í von um að fá góðgæti fyrir.

Um miðjan dag var svo Öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu í Ólafsfirði þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni, sett var upp leikjabraut og fleira skemmtilegt. Það var foreldrafélag Leifturs sem sá um framkvæmd á skemmtuninni. Það var nóg að gera á bæjarskrifstofunni í því að hlýða á söng og hér má sjá nokkrar myndir frá þeim heimsóknum.