Danssýningin FUBAR í Tjarnarborg

Danssýningin FUBAR
Danssýningin FUBAR

Danssýningin FUBAR eftir Siggu Soffíu tónlist eftir Jónas Sen heldur áfram för sinni um landið og nú er komið að Fjallabyggð. 
Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært okkur stór verk á borð við flugeldasýningarnar á Menningarnótt, opnunarsviðsverk 29´Listahátíðar í Reykjavík Svartar Fjaðrir í Þjóðleikhúsinu og verkið “Og himinninn kristallast” fyrir Íslenska dansflokkinn. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá neinum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í Ísensku menningarlífi í mörg ár.

Þessi kraftmikli listamaður hefur nú skapað nýtt verk þar sem hún miðlar reynslu sinni úr hversdeginum og sem dansari í magnað sólóverk FUBAR sem frumsýnt var í Gamla bíó síðastliðin oktober. Sýningin saman stendur af hreyfiefni, söng og texta eftir Siggu Soffíu auk þess sem Jónas Sen kemur fram og flytur lifandi tónlist. Leikmynd er eftir myndlistarmanninn Helgi Már Kristinsson og búningar eftir Hildi Yeoman.

Sýningin verður haldin í Tjarnarborg sunnudaginn 12. mars og hefst kl. 18:00.