Fréttir

Aukafundur í Bæjarstjórn

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar. 145. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, föstudaginn 21. apríl 2017 og hefst kl. 12:00
Lesa meira

144. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

144. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 19. apríl 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Athafna- og hafnarsvæði á Þormóðseyri, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu:
Lesa meira

Skólaakstur – tímabundin breyting

Þar sem páskaleyfi er að detta á í skólum Fjallabyggðar mun akstur skólarútu breytast í næstu viku. Dagana 10. til og með 12. apríl verður akstur með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Fljótamót 2017 - Skíðagöngumót fyrir alla fjölskylduna

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, Föstudaginn langa þann 14. apríl 2017. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Skorað er á alla fjölskylduna unga sem aldna að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar.
Lesa meira

Sóknarfæri í ferðaþjónustu í Fjallabyggð

Dagskrárgerðarmenn N4 hafa verið duglegir að heimsækja Fjallabyggð, flytja þaðan fréttir og stuttar kynningar af atvinnulífi staðarins. Á dögunum heimsótti teymið í þættinum Að norðan hjá N4 Ólafsfjörð og kynntu þau sér nýsköpun í ferðaþjónustu sífellt fleiri ferðamenn heimsækja Fjallabyggð og svæðið þar í kring og hefur ferðamannatímabilið lengst
Lesa meira

Páskadagskrá í Fjallabyggð

Það verður líf og fjör í Fjallabyggð um páskana. Ljósmyndasýning, tónleikar, listasýningar, helgistundir og síðast en ekki síst nægur snjór og endalaust páskafjör á skíðasvæðinu Skarðsdal Siglufirði. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi yfir páskana í Fjallabyggð.
Lesa meira

Páskaopnun

Opnunartímar íþróttamiðstöðva og safna í Fjallabyggð verður sem hér segir um páskana:
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin - lokakeppni

Miðvikudaginn 22. mars var lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Tjarnarborg. Það eru nemendur 7. bekkjar sem taka þátt í keppninni og á miðvikudaginn voru það 9 keppendur frá Grunnskóla Fjallabyggðar og Dalvíkurskóla sem tóku þátt, en þeir höfðu verið valdir fulltrúar sinna skóla í undankeppnum. Nemendur lásu í þremur umferðum, fyrst texta úr Sögunni um bláa hnöttinn, síðan ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og í lokaumferðinni fluttu nemendur ljóð að eigin vali. Það var þriggja manna dómnefnd sem sá um að meta frammistöðu nemenda. Hátíðin var mjög vel heppnuð og sannkölluð menningarhátíð þar sem nemendur stóðu sig allir með mikilli prýði.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti

Síðastliðin þriðjudag var alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisréttis en hann er haldin 21. mars ár hvert. Af því tilefni er um alla Evrópu haldnir viðburðir fyrir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Síðustu ár hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands staðið að margvíslegum viðburðum í samstarfi við ungt fólk.
Lesa meira