Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum, Föstudaginn langa þann 14. apríl 2017. Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna. Skorað er á alla fjölskylduna unga sem aldna að taka nú fram skíðin og skrá sig til leiks í þessu skemmtilega móti í gömlu höfuðbóli skíðaíþróttarinnnar.
Keppnin: Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. Nánari upplýsingar veita Birgir Gunnarsson mótstjóri 897 3464 og Björn Z. Ásgrímsson 897 4979.
Mótsgjald er 3.000 ISK fyrir 16 ára og eldri en 1500 ISK fyrir börn ef greitt er fyrir 31. mars.
Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási. Einnig fer fram veglegt happadrætti að verðlaunaafhendingu lokinni, þar sem dregið verður úr rásnúmerum keppenda. Yngri keppendur fá páskaegg að keppni lokinni. Veitingasala er í boði fyrir gesti mótsins.
Nánari upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðunni fljotin.is