Fréttir

Skammdegishátíð 2017

Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir menningarviðburði á næstu dögum sem ber heitið Skammdegishátíð. Um er að ræða uppákomur í Listhúsinu á tímabilinu 26. - 29. janúar.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Lesa meira

Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl. og rann umsóknarfrestur út þann 14. nóvember. Alls bárust 81 umsóknir frá 79 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni). Flestar umsóknir bárust frá aðilum á Akureyri og síðan af Eyjafjarðarsvæðinu en nokkrar umsóknir frá öðrum stöðum.
Lesa meira

141. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

141. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Ólafsfirði 11. janúar 2017 kl. 17.00 Dagskrá: 1. Fundargerð 480. fundar bæjarráðs 20. desember 2016 2. Fundargerð 481. fundar bæjarráðs 22. desember 2016 3. Fundargerð 482. fundar bæjarráðs 10. janúar 2017 4. Fundargerð 87. fundar hafnarstjórnar 16. desember 2016 5. Málsnr. 1601102 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 6. Málsnr. 1611084 - Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar
Lesa meira

Fjallabyggð úr leik í Útsvari

Lið Fjallabyggðar tók þátt í annarri umferð Útsvars sl. föstudag. Mótherjar voru Hafnarfjörður og unnu þeir lið Fjallabyggðar með 83 stigum gegn 57. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á allra síðustu spurningunum. Fjallabyggð hefur þá lokið þátttöku í Útsvari þennan veturinn.
Lesa meira

Sorphirðudagatal 2017

Íslenska Gámafélagið hefur birt sorphirðudagatal fyrir Fjallabyggð árið 2017. Dagatalið má nálgast hér á heimasíðunni. Eru íbúar hvattir til að kynna sér það vel.
Lesa meira

Þrettándagleði og brenna

Árleg þrettándagleði í Fjallabyggð verður í dag kl. 18:00. Dagskráin hefst með blysför frá Ráðhústorginu á Siglufirði.
Lesa meira

Innritun á Vorönn 2017

Innritun fyrir nýja nemendur í Tónlistarskólann á Tröllaskaga, fer fram dagana 3.—20. janúar, alla virka daga frá kl. 09.00. – 15.00.
Lesa meira

Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn allt að þremur meistaranemum styrki til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.
Lesa meira

Kveðja við áramót

Fjallabyggð óskar Siglfirðingum og Ólafsfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á nýliðnu ári.
Lesa meira