Fréttir

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna

Lesa meira

Íslandsmót í Boccia

Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði stóð fyrir Íslandsmóti í Boccia í einstaklingskeppni helgina 15. - 16. október sl. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið var haldið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og er þetta í fjórða sinn sem keppni sem þessi fer fram á Sauðárkróki.
Lesa meira

Foreldrafundur um forvarnir í Fjallabyggð

Fundur um forvarnir verður haldinn fyrir foreldra nemenda Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólans á Tröllaskaga miðvikudaginn 19. október kl. 19:30 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Lesa meira

Líkamsræktin í Ólafsfirði lokar vegna breytinga

Vegna framkvæmda verður Líkamsræktin í Ólafsfirði lokuð í um 8 vikur frá og með 24. október 2016. Iðkendum er bent á ræktina í Siglufirði á meðan lokun stendur yfir. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður íþróttamiðstöðva, Haukur Sigurðsson í síma 863-1466.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Alice Liu, verður með listasýningu fyrsta vetrardag

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar Alice Liu verður með listasýningu í sýningarsal Ráðhúss Fjallabyggðar, fyrsta vetrardag, laugardaginn 22. október og sunnudaginn 23. október nk. frá kl. 14:00 - 17:00 Allir velkomnir
Lesa meira

Fyrsti vetrardagur - Menningarhúsið Tjarnarborg

Fögnum fyrsta vetrardegi 22. október n.k. í Menningarhúsinu Tjarnarborg.
Lesa meira

Bókasafnið eignast bátalíkön

Þann 11. október 2016 færðu hjónin Björg Einarsdóttir og Njörður Jóhannsson, Eyrargötu 22 Siglufirði, bókasafninu okkar að gjöf tvö bátalíkön sem Njörður smíðaði. Þetta eru líkön af hákarlaskipunum Blíðahaga og Hraunaskipið sem svo var kallað. Þau verða bæði staðsett i bókasafninu á Siglufirði.
Lesa meira

Alþjóðleg vinnustofa um nýjar kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi

Í byrjun september fór fram í Ólafsfirði, fimm daga, alþjóðleg vinnustofa um nýjar kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi en vinnustofan var liður í heimsókn æskulýðsleiðbeinenda frá Tékklandi til Íslands. Vinnustofuna skipulagði og annaðist Rökstólar Samvinnumiðstöð með styrk frá Erasmus og EUF. Vinnustofan gekk mjög vel og voru þátttakendur mjög ánægðir. Góð samvinna skapaðist í milli tékknesku æskulýðsleiðbeinandanna og heimamanna og mun afraksturinn að öllum líkindum leiða til frekara samstarfs í framtíðinni.
Lesa meira

Lísa í Undralandi - Sýning í ráðhúsi Fjallabyggðar

Exhibition - Alice in the Wonderland
Lesa meira