Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði stóð fyrir Íslandsmóti í Boccia í einstaklingskeppni helgina 15. - 16. október sl. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið var haldið í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra og er þetta í fjórða sinn sem keppni sem þessi fer fram á Sauðárkróki.
Flottur hópur félaga úr Snerpu, íþróttafélagi fatlaðra í Fjallabyggð tóku þátt í mótinu en það voru þau Sigurjón Sigtryggsson, Huglúf Sigtryggsdóttir, Kristín Friðriksdóttir, Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir og Sigrún. Farastjórar voru Helga Hermannsdóttir og Þórey Guðjónsdóttir.
Keppnin gekk mjög vel og komst Kristín Friðriksdóttir í úrslit í 3 deild og Sigurjón Sigtryggsson náði þeim góða árangri að lenda í 3 sæti í fyrstu deild.
Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Lokahóf var síðan haldið í Menningarhúsinu Miðgarði á sunnudagskvöldinu. Það eru Kiwanisklúbbarnir Drangey og Freyja í Skagafirði sem sáu um dómgæslu á mótinu og Lionsklúbburinn Víðarr sem gaf verðlaunin.