Alþjóðleg vinnustofa um nýjar kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi

Mynd: Erasmus+
Mynd: Erasmus+

Í byrjun september fór fram í Ólafsfirði, fimm daga, alþjóðleg vinnustofa um nýjar kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi en vinnustofan var liður í heimsókn æskulýðsleiðbeinenda frá Tékklandi til Íslands.

Vinnustofuna skipulagði og annaðist Rökstólar Samvinnumiðstöð með styrk frá Erasmus og EUF.
Vinnustofan gekk mjög vel og voru þátttakendur mjög ánægðir. Góð samvinna skapaðist í milli tékknesku æskulýðsleiðbeinandanna og heimamanna og mun afraksturinn að öllum líkindum leiða til frekara samstarfs í framtíðinni.

Rökstólar senda þakklæti til fulltrúa Fjallabyggðar Kristins J. Reimarssonar fyrir stuðning. Einnig eru þakkir sendar til Alice Liu frá Listhúsi fyrir virka þáttöku hennar, til Idu Semey kennara og annarra fulltrúa Menntaskólans á Tröllaskaga sem deildu dýrmætri reynslu sinni með þátttakendum vinnustofunnar.Tékknesku þátttakendurnir voru heillaðir af fegurð Ólafsfjarðar og gestristni heimamanna.

Vinnustofa um kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi  Vinnustofa um kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi

Vinnustofa um kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi  Vinnustofa um kennsluaðferðir í æskulýðsstarfi