Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017
Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála.
Umsóknum skal skilað rafrænt til uppbyggingarsjóðs á netfangið uppbygging@eything.is á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má nálgast hér.
Umsóknarfrestur er til og með 15 febrúar. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs sem má finna hér.
Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum í Fjallabyggð:
- Ólafsfjörður 23. janúar kl. 13:00-14:00 Bókasafni Fjallabyggðar Ólafsfirði
- Siglufjörður 23. janúar kl. 15:30-16:00 Ráðhúsinu Siglufirði
Vinnustofur í umsóknargerð verða á eftirtöldum stöðum:
- Laugum, Seiglu – miðstöð sköpunar 24. janúar kl. 16:00-19:00
- Húsavík, skrifstofu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 24. janúar kl. 20:00-23:00
- Svalbarðsskóla Þistilfirði, 25. janúar kl. 19:30-22:30
- Akureyri, skrifstofu Eyþings 7. febrúar kl. 9:00-12:00
- Akureyri, skrifstofu Eyþings 8. febrúar kl. 16:00-19:00
Á vinnustofunni gefst umsækjendum tækifæri á að koma með umsóknir í vinnslu, fá aðstoð og leiðbeiningar. Nauðsynlegt er að skrá sig og vinnustofur og panta viðtalstíma á netfanginu menning@eything.is
Frekari upplýsingar um styrki veita, á sviði menningar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir netfang menning@eything.is eða í síma 464 9935. Upplýsingar um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar veita Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Ari Páll Pálsson á netfanginu aripall@atthing.is sími 464 0416 og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Baldvin Valdemarsson á netfanginu baldvin@afe.is eða í síma 460 5701