Skammdegishátíð 2017

Listhúsið í Ólafsfirði stendur fyrir menningarviðburði á næstu dögum sem ber heitið Skammdegishátíð. Um er að ræða uppákomur í Listhúsinu á tímabilinu 26. - 29. janúar.

Hátíðin verður formlega opnuð með ýmsum atriðum milli kl. 17:00 - 21:30 fimmtudaginn 26. janúar.

Höfundar verka hátíðarinnar eru 18 talsins bæði innlendir sem og erlendir.
 
Hátíðin stendur í 4 daga og verða listasýningar í Listhús Gallery á Kaffi Klöru í Landsbjargarhúsinu og í Hlíð.

Að auki verða í boði fjöldi verkstæða og aðrar uppákomur bæði í Tjarnarborg og víðs vegar um bæinn. 
 
Fólk er eindregið hvatt til þess að kynna sér dagskránna sem er mjög vönduð og fjölbreytt en hana er að finna hér.

Aðgangur er ókeypis og er fyrir alla aldurshópa.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.skammdegifestival.com og á netfanginu listhus@listhus.com