Styrkir Norðurorku til samfélagsverkefna 2017

Norðurorka styrkir samfélagsverkefni
Norðurorka styrkir samfélagsverkefni

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl. og rann umsóknarfrestur út þann 14. nóvember.

Alls bárust 81 umsóknir frá 79 aðilum (sama félag í sumum tilvikum með umsóknir um fleiri en eitt verkefni). Flestar umsóknir bárust frá aðilum á Akureyri og síðan af Eyjafjarðarsvæðinu en nokkrar umsóknir frá öðrum stöðum.

Eins og áður voru verkefnin mjög fjölbreytt og greinilega mikil gróska í samfélaginu á fjölmörgum sviðum. Að þessu sinni hljóta 45 verkefni styrk og heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna. Flest verkefnin voru á sviði menningar og lista en einnig verkefni á íþróttasviðinu og ýmiskonar fræðslu og útgáfustarf.

Áhersla er lögð á verkefni á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsveit þ.e. starfssvæði Norðurorku en styrkir hafa þó farið á verkefni á landsvísu einnig.

Þeir aðilar sem hlutu styrki í Fjallabyggð voru:

  • Fjallasalir - Uppbygging á safnamiðstöð á Ólafsfirði
  • Kirkjukór Ólafsfjarðar  - Afmælishátíð 100 ára afmæli kórs
  • Skíðafélag Siglufjarðar  - Fjallaskíðamennska - æfingar og mót

Á heimasíðu Norðurorku er að finna fréttina og lista yfir öll þau verkefni eða þá aðila sem hljóta styrk að þessu sinni.

Nordurorka styrkir

 

 Mynd: Styrkþegar eða fulltrúar þeirra. Myndin er tekin í Flugsafni Íslands.