Árlegir Vetrarleikar UÍF hófust þann 24. febrúar sl. og standa þeir til 7. mars nk.
Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrá leikanna hefur nú litið dagsins ljós og verður fjöldi viðburða og opinna æfinga hjá íþrótta- og ungmennafélögum inna UÍF eins og sjá má á dagskránni hér að neðan.
Vetrarleikar UÍF 2017
24. – 25. febrúar
Hótel Sigló – Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar. 53 lið taka þátt
28. febrúar
kl. 17.00 – 18.00 Opin æfing í badminton hjá TBS í íþróttahúsinu á Siglufirði
2. mars
Frítt í sund og rækt á Siglufirði í boði Fjallabyggðar
2. mars
Kl. 16.00 - 17.50 Opin æfing í fimleikum hjá Umf Glóa í íþróttahúsinu í Ólafsfirði
Kl. 18:00 - 21:00 Nemendafélag MTR á skíðum/brettum í Skarðdal í Siglufirði
3. mars
Frítt í sund og rækt á Siglufirði í boði Fjallabyggðar
4. mars
kl. 11:00 - 16:00 Ævintýrabraut, Bobb-braut og Leikjabraut á Skíðasvæðinu í Skarðdal í Siglufirði
Skíðafélag Siglufjarðar býður krökkunum upp á heitt kakó
Kl. 13:00 - 15:00 Hestamannafélagið Gnýfari í Ólafsfirði með opið í reiðskemmu og veitingar í Tuggunni
5. mars
Kl. 13:00 Ungmennafélagið Glói með útileiki á Blöndalslóð á Siglufirði (við Raffó). Kakó og kruðirí á eftir í Ljóðasetri
6. mars
Frítt í sund og rækt í Ólafsfirði í boði Fjallabyggðar
7. mars
Frítt í sund og rækt í Ólafsfirði í boði Fjallabyggðar
Nánari upplýsingar á Facebókarsíðu leikanna.