Fréttir

Fjarðargangan 2021 - Rafræn í ár

Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur ákveðið að Fjarðargangan 2021 verði rafræn. Rafræna gangan í ár fer þannig fram að þátttakendur ganga sína vegalengd hvar sem er. Það eina sem keppandi þarft að gera er að senda staðfestingu frá Strava, Garmin, Sport Tracker eða sambærilegu forriti um að viðkomandi hafi lokið sinni vegalengd samkvæmt skráningu. Þar með hefur viðkomandi lokið Fjarðargöngunni 2021, fær stimpil í Íslandsgöngu vegabréfið og á möguleika á að detta í lukkupottinn með útdráttarverðlaun.
Lesa meira

Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10. febrúar. Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.
Lesa meira

197. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

197. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 10. febrúar 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála, en mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf.
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar færði leikskólanum gönguskíði að gjöf

Stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar kom færandi hendi á Leikhóla í dag og færði leikskólanum fjögur pör af gönguskíðum og skóm sem henta eldri árgöngum leikskólans.
Lesa meira

Kynningarefni, spurningar og svör frá opnum íbúafundi 1. febrúar sl.

Þann 1. febrúar stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða í byrjun árs og viðbrögð við þeim. Á fundinn mættu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.
Lesa meira

Skýrsla OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu

Vert er að benda á nýútkomna skýrslu ferðamálanefndar OECD um sjálfbæra þróun ferðaþjónustu, Managing Tourism Development for Sustainable and Inclusive Recovery. Skýrslan var unnin með stuðningi Evrópusambandsins og er gott innlegg í uppbyggingu greinarinnar sem er framundan.
Lesa meira

Klippikort fyrir gámasvæði tilbúin til afhendingar - breyting á gjaldskrá

Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar er hafin. Hægt er að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 29.01 2021

Undanfarnar tvær vikur hafa verið okkur nokkuð mótdrægar hér í Fjallabyggð, á hefur gengið með einangrun, snjóflóðahættu og snjóflóðum. Allt hefur þetta verið mér lærdómur og efni til aðdáunar á ykkur íbúar góðir. Mér hefur þótt hreint magnað að fylgjast með því hvernig samfélagið hér í Fjallabyggð hefur tekið öllu sem að höndum hefur borið með yfirvegun og af stóískri ró. Ljóst er að hér býr fólk sem kann að takast á við óblíð og óútreiknanleg náttúruöflin, fólk sem lætur veður og ófærð ekki trufla sig umfram það sem þarf og er eðlilegt.
Lesa meira

Opinn íbúafundur á TEAMS í dag kl. 17:00 um samgöngur og snjóflóðavarnir

Þann 1. febrúar 2021 kl. 17:00 stendur Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða undanfarinna daga og viðbrögð við þeim. Á fundinn mæta fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar í netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir fundinn. Öllum spurningum verður svarað.
Lesa meira