Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála, en mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliðsins
  • Ábyrgð á faglegri starfsemi ásamt menntun og þjálfun slökkviliðsmanna
  • Stjórn slökkvistarfs við eldsvoða og á vettvangi mengunaróhappa á landi
  • Eldvarnareftirlit sveitarfélagsins, skipulag, úttektir, umsagnir og eftirfylgni
  • Stefnumótun og áætlanagerð
  • Samskipti við hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Löggilding sem slökkviliðsmaður sbr. 17 gr. laga nr. 75/2000 og að lágmarki eins árs reynsla í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður
  • Stjórnunarreynsla og þekking á rekstri
  • Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg
  • Þekking á yfirferð og eftirliti tækja og búnaðar æskileg
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt frumkvæði í starfi
  • Leiðtogafærni, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Vilji til þess að tileinka sér nýjungar í starfi
  • Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Einnig skal fylgja afrit af leyfisbréfi og prófskírteini. Um er að ræða fullt starf sem hentar öllum kynjum.
Umsókn gildir í 6 mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar (armann@fjallabyggd.is) og Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar (elias@fjallabyggd.is).

Um Fjallabyggð:

Bæjarfélagið Fjallabyggð  varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar árið 2006. Báðir bæir byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi, vinnslu fiskafurða og ýmis konar þjónustu við þessar greinar. Í seinni tíð hefur fjölbreytni í atvinnulífinu aukist og mikill vaxtarbroddur er í ferðaiðnaði.
Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir eru á svæðinu. Á veturna er Fjallabyggð sannkölluð vetrar- og skíðaparadís og draumur útivistarmannsins. Afþreyingarmöguleikar eru nánast ótæmandi. Í Fjallabyggð eru einnig tveir níu holu golfvellir og tvær sundlaugar, fjöldi safna, gallería, veitingahús, hótel og verslanir.
Þann 1. september 2020 voru íbúar Fjallabyggðar 2.000.

Klikkið á myndina til að sjá stærri og prentvænni útgáfu.