03.05.2021
Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. - 25. maí. Opnað var fyrir skráningu þann 21. apríl og við hvetjum alla til að skrá sig strax til leiks. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og leggur til að efnt verði til innanbæjarkeppni þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur vinnustaða í sveitarfélaginu. Innanbæjarkeppni nánar auglýst í vikunni – starfsfólk vinnustaða hvatt til að taka fram gönguskóla og / eða hjólin.
Lesa meira
27.04.2021
Markaðsstofa Norðurlands undirritaði í dag samninga við landshlutasamtökin SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu. Þar með lýkur ferli sem staðið hefur yfir allt frá árinu 2017 en þá hófst fyrst undirbúningur að gerð fyrstu áfangastaðaáætlana svæðanna.
Lesa meira
27.04.2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórn í morgun afléttingaráætlun vegna Covid-19. Er um að ræða fjórar skilgreindar „vörður“ á þeirri leið að opna samfélagið á ný þar sem sú fyrsta sé þegar að baki.
Lesa meira
27.04.2021
201. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 28. apríl 2021 kl. 17.00
Lesa meira
26.04.2021
Á 200. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 14. apríl sl., var tekið fyrir neðangreint erindi og samþykkti bæjarstjórn svonefnda tillögu um afgreiðslu:
Lesa meira
23.04.2021
Undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, var haldin með rafrænum hætti miðvikudagskvöldið 21. apríl sl. Helena Reykjalín Jónsdóttir tók þátt fyrir hönd Neons og komst hún áfram með lagið Creep með hljómsveitinni Radiohead. Hún mun því flytja lagið að nýju í úrslitum Söngkeppnis Samfés sunnudaginn 9. maí í Bíóhöllinni Akranesi.
Lesa meira
23.04.2021
Samgöngustofa hefur gefið út þrjár nýjar fræðslumyndir er varða umferðaröryggi
Lesa meira
22.04.2021
Heimilt er að opna tækjasali líkamsræktastöðva á morgun 23. apríl eftir að breytingar voru gerðar á reglugerð sem heimilar að deila tækjum milli notenda í sama tíma. Eftirfarandi notkunarleiðbeiningar fyrir líkamsræktir Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar eru unnar úr leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
Lesa meira
20.04.2021
Síðastliðið haust auglýsti Fjallabyggð eftir hentugu framtíðarhúsnæði til kaups eða leigu undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON. Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þriðjudaginn 20. apríl sl. voru lögð fram drög að kaupsamningi vegna kaupa Fjallabyggðar að annarri hæð fasteignarinnar Suðurgötu 4, Siglufirði.
Lesa meira
16.04.2021
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 14. apríl s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að skilgreina lóðir fyrir mismunandi starfsemi, bæta öryggi þeirra sem fara um hafnarsvæðin, skilgreina helstu umferðarleiðir akandi og fótgangandi og bæta umhverfi og ásýnd svæðisins.
Lesa meira