Fréttir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Eystra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Þetta þýðir að aðeins Austurland, Vestur Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar eru ekki á óvissu- eða hættustigi vegna gróðurelda.
Lesa meira

Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar er hafin. Þeir sem eru fæddir árin 2004, 2005, 2006 og 2007, hafa lögheimili í Fjallabyggð eða hafa stundað nám í Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vetur, geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Undantekningu má veita ef foreldri á lögheimili í Fjallabyggð.
Lesa meira

Boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum

Frá og með þriðjudeginum 25. maí eru boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum. Ný reglugerð leyfir hámarksfjölda á sundstöðum og líkamrsæktarstöðum þó ekki fleiri en 150 manns. Í sundlaugum og líkamsræktarsölum íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar falla því fjöldatakmarkanir úr gildi en áfram þarf að skrá sig í tíma í líkamsræktarsölum, virða 2 metra nándartakmörk og notendur eru beðnir um að sótthreinsa tæki og áhöld að lokinni notkun.
Lesa meira

Nýsköpunarvikan á Norðurlandi

SSNV og SSNE taka þátt í Nýsköpunarvikunni sem fer fram dagana 26. maí til 2. júní. Með þátttöku landshlutasamtakanna er ætlunin að vekja athygli á nýsköpun sem á sér stað á Norðurlandi, meðal annars innan stofnana, fyrirtækja og sprotafyrirtækja. Ætlunin er einnig að kynna þann stuðning sem er í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi.
Lesa meira

Möguleg stofnun björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð

Allir fulltrúar bæjarráðs Fjallabyggðar samþykktu á fundi sínum í dag að fela bæjarstjóra að leita eftir viðræðum við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun varanlegrar björgunarmiðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands í Fjallabyggð. [Meira...]
Lesa meira

Auglýsing um drög deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Drög að deiliskipulagi fyrir athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði, verður til sýnis og umræðu á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar, fimmtudaginn 20. maí nk. frá kl. 10:00-12:00 og á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði frá kl. 13:00-15:00. Í kjölfarið verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar en þá gefst almenningi og umsagnaraðilum kostur á að koma með ábendingar eða athugasemdir vegna tillögunnar.
Lesa meira

Skipulags- og matslýsing - Upphaf vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. maí sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. [Meira...]
Lesa meira

Fjallabyggð auglýsir útboð á skólamáltíðum fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar

Fjallabyggð auglýsir eftir tilboðum í skólamáltíðir fyrir nemendur og starfsmenn í Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárin 2021-2024. Áætlað magn skólamáltíða fyrir næsta skólaár er 31.143 nemendamáltíðir og 1.460 starfsmannamáltíðir. Samið er til þriggja ára með möguleika á framlengingu samnings tvisvar sinnum eitt ár í senn. [Meira...]
Lesa meira

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið! - Polish and English version

Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2020

Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 11. maí 2021.
Lesa meira