Auglýsing um drög deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Afmörkun athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði
Afmörkun athafna- og hafnarsvæðis í Ólafsfirði

Drög að deiliskipulagi fyrir athafna- og hafnarsvæði í Ólafsfirði, verður til sýnis og umræðu á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar, fimmtudaginn 20. maí nk. frá kl. 10:00-12:00 og á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði frá kl. 13:00-15:00. Í kjölfarið verður tillagan lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar en þá gefst almenningi og umsagnaraðilum kostur á að koma með ábendingar eða athugasemdir vegna tillögunnar.

Skipulags- og tæknifulltrúi