Fréttir

Rafræn stórsýning Grunnskóla Fjallabyggðar 2021

Af sóttvarnarástæðum reyndist ekki unnt að halda Stórsýningu grunnskólans. Í staðinn hafa kennarar og starfsfólk skólans tekið saman myndir, myndbönd og verk eftir nemendur og tæknimaður skólans setti efnið saman upp á heimasíðu þar sem hægt er að skoða það.
Lesa meira

Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði færir Fjallabyggð upplýsingaskilti og áningarstað í Ólafsfirði

Fjölmenni var við formlega athöfn sem haldin var á áningarstaðnum Reka, Ósbrekkukambi í Ólafsfirði í gær fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00 þegar Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði afhenti Fjallabyggð til afnota og umsjónar tvo áningarstaði og upplýsingaskilti. Á skiltunum er að finna upplýsingar um bæjarnöfn, forn býli, gönguleiðir o.fl.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2021

Opið er fyrir umsóknir ungmenna í Fjallabyggð í Vinnuskólann en hann er hugsaður fyrir ungmenni sem hafa nýlokið 8., 9. eða 10.bekk.
Lesa meira

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar tekur gildi 7. júní til 31. ágúst 202 Opnunartímar verða sem hér segir:
Lesa meira

HSN í Fjallabyggð biðlar til íbúa að tryggja að símanúmer séu skráð í Heisluveru svo hægt sé að boða í bólusetningu

Vel gengur með bólusetningar gegn Covid 19. Nú er komið að yngri árgöngum og búið að draga út röðun árganga í áframhaldandi bólusetningum. Við viljum biðja ykkur íbúa Fjallabyggðar að vera vakandi yfir þessum boðum og ennfremur að sjá til þess að símanúmerin ykkar séu skráð á ykkar svæði inn á Heilsuvera.is. Ef engin símanúmer eru tengd nafni verður mjög erfitt að boða ykkur.
Lesa meira

Ekkert viðbragðsstig í gildi á Íslandi vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestri og eystri, hafa ákveðið að aflétta bæði hættu- og óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á svæðinu. Nægilega úrkoma hefur fallið sl. daga og hefur sú úrkoma verið nægileg til að aflétta bæði óvissu- og hættustigum. Almannavarnir hvetja þó almenning að fara varlega áfram varlega með opinn eld á gróðursælum stöðum.
Lesa meira

Sýningaropnun 17. júní - Sólstafir; samsýning eldri listamanna í Fjallabyggð

Samsýning eldri listamanna í Fjallabyggð - Sólstafir - verður formlega opnuð á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 13:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24 II hæð, Siglufirði. Sýningin mun standa til 27. júní og verður opin daglega milli klukkan 13:00 og 16:00.
Lesa meira

Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2021

Skemmtileg, glæsileg og fjölbreytt sumardagskrá verður í boði fyrir börn á öllum aldri í sumar hér í Fjallabyggð.
Lesa meira

Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi

Starfsmenn Köfunarþjónustunnar eru að hefja vinnu við grjóthreinsun (skrotun) þ.e. hreinsa laust grjót á framkvæmdasvæðinu. Meðan á þeirri vinnu stendur eykst grjóthrun niður hlíðina og getur skapa hættu fyrir þá sem leið eiga um svæðið neðan hlíðarinnar. Til að minnka líkur á að fólk sem fer um svæðið verði fyrir grjóti sem hrynur hefur verktakinn sett „vaktmenn“ á gönguslóðann við varnargarðana til að beina umferð gangandi frá aðal hættusvæðinu.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Ólafsfirði 2021

Dagskrá um sjómannadagshelgina í Ólafsfirði hefur nú litið dagsins ljós og má segja að hún sé hin glæsilegasta. Það er Sjómannadagsráð Sjómannafélags Ólafsfjarðar sem hefur haft veg og vanda að gerð dagskrárinnar sem höfðar til fólks á öllum aldri.
Lesa meira