Fréttir

Gönguvika 12. - 18. júlí með Ferðafélaginu Trölla

Í dag hefst gönguvika Ferðafélagsins Trölla. Farið er af stað virka daga frá UÍÓ húsinu á Ólafsfirði kl. 17:15 og um helgar er lagt af stað kl. 10:00 Fyrsta gangan er í dag mánudaginn 12. júlí og er gönguleiðin um Siglufjarðarskarð. Gengið er frá Hraunum í Fljótum um Siglufjarðarskarð yfir til Siglufjarðar. Afar falleg gönguleið og skemmtileg, tekur um 4 klukkustundir með akstri. Mesta hækkun leiðarinnar er um 600 m í Siglufjarðarskarði. Gönguleiðin er um 10km og 2,5 skór af 5 í erfiðleikastigi.
Lesa meira

Listahátíðin Frjó

Helgina 9. - 11. júlí fer fram Frjó menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði með þátttöku 15 listamanna. Þetta verður í þriðja sinn sem efnt er til þver faglegrar menningardagskrár undir yfirskriftinni Frjó, en áður voru Reitir workshoop haldið á þessum tíma.
Lesa meira

Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032

Nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar samþykkt. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt nýtt aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032. Tillaga nýs aðalskipulags var auglýst frá 16. apríl til 28. maí 2021. Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og er brugðist við þeim í 2. hluta greinargerðar aðalskipulagsins undir kafla 7.3.
Lesa meira

Rut Hallgrímsdóttir sýnir í Saga Fotografica. Sýningaropnun 17. júní kl. 13:00

Ljósmyndarinn Rut Hallgrímsdóttir opnar sýningu í Saga Fotografica safninu á Siglufirði 17. júní. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá 1985 en þær nýjustu teknar á þessu ári.
Lesa meira

17. júní í Fjallabyggð

Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í Ólafsfirði, við Menningarhúsið Tjarnarborg verður stórglæsileg hátíðardagskrá klukkan 14:00 og er það fræðslu- og menningarnefnd slökkviliðsins í Ólafsfirði sem hefur veg og vanda að hátíðardagskránni á hverju ári. Í boði verða m.a. hátíðarræða, Fjallkonan, tónlist, leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill, sölutjöld og fleira fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meira

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

203. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 16. júní 2021 kl. 17.00
Lesa meira

14 umsóknir bárust vegna nýliðunar í Slökkviliði Fjallabyggðar

Nýliðun í Slökkviliði Fjallabyggðar hefst á næstu dögum. Fjórtán umsóknir bárust og er unnið úr umsóknum. Tvær konur eru meðal umsækjenda.
Lesa meira

Netnótan - Tónlistarskólar landsins láta ljós sitt skína

Á Íslandi eru tæplega 90 tónlistarskólar starfandi með 15 þúsund nemendur. Flest allir þessir skólar taka þátt í Netnótunni, nýjum tónlistarþáttum, sem unnir eru í samstarfi við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Samtaka tónlistarskólastjóra. Þættirnir verða sýndir á N4 en þar gefst kostur á að skyggnast inn í starfsemi tónlistarskólanna, grasrót tónlistarsköpunar í landinu. Nemendur i Tónlistarskólanum á Tröllaskaga koma við sögu í fyrsta þætti.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna, úrslit í innanbæjarkeppni

Nú er landsátaki ÍSÍ, Hjólað í vinnuna, lokið. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð efndi til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar.
Lesa meira

Sýnið varúð - unnið að uppsetningu ovanflóðavarna ofan Siglufjarðar

Þetta sumarið er verið að vinna við áfanga fjögur í uppsetningu stoðvirkjum til ofanflóðavarna, svæði D við Fífladali. Á meðan unnið er í hlíðum fjallsins er óviðkomandi aðgangur bannaður með öllu á svæði D. Unnið er á svæði D á milli klukkan 07:00 og 17:00 alla daga nema sunnudaga. Það ætti því að vera óhætt að ganga upp í Hanneyrarskál utan þess tíma sem skilgreindur er hér að framan.
Lesa meira