11.05.2021
Nú hafa elstu verk í eigu Listaverkasafns Fjallabyggðar verið skráð og birt á vefsíðu safnsins. Myndirnar eru eftir Emil Thoroddsen og málaðar árið 1917
Lesa meira
10.05.2021
Pálshús Ólafsfirði opnar, eftir vetrardvala, laugarsaginn 15. maí nk. kl. 14:00.
Lesa meira
07.05.2021
Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar komu færandi hendi í stutta heimsókn í Leikskólann Leikhóla.
Tilefnið er árleg gjafa og styrkveitingar í tilefni af alþjóðlegum Rótarýdegi 23. febrúar sem að þessu sinni hvarf nánast vegna plágunnar sem nú geysar, líkt og hann gerði á síðasta ári.
Þótti félögum því ráðlegra að tengja afhendingu gjafanna við afmælisdag klúbbsins, 17. apríl, en klúbburinn var stofnaður þann dag árið 1955.
Lesa meira
07.05.2021
Einn af vorboðunum hjá okkur í Fjallabyggð er þegar Kiwanis gefur nemendum 1. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar reiðhjólahjálma.
Það voru vaskir menn úr Kiwanisklúbbnum Skildi á Siglufirði sem afhentu nemendunum hjálmana við formlega athöfn við Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira
07.05.2021
202. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 11. maí 2021 kl. 17.00
Lesa meira
07.05.2021
Sönkeppni Samfés 2021 fer fram sunnudaginn 9. maí nk. kl. 15.00 í beinni útsendingu á Rúv frá Bíóhöllinni á Akranesi.
Keppandi Neon, Helena Reykjalín Jónsdóttir er önnur á svið með lagið Creep.
Lesa meira
05.05.2021
Foreldrafélag Leikskála keypti tvær 6 bura kerrur fyrir ágóðann af páskahappadrætti félagsins og færði leikskólanum að gjöf.
Lesa meira
04.05.2021
Landsátakið Hjólað í vinnuna verður haldið 5.-25. maí nk. í 18. sinn. Stýrihópur um heilsueflandi Fjallabyggð hvetur alla íbúa Fjallabyggðar til þátttöku og efnir til keppni meðal vinnustaða innan Fjallabyggðar þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestan árangur.
Lesa meira
04.05.2021
Frestur til að skila inn afþreyingu eða annarri dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar framlengdur til 26. maí nk. Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar eru eindregið hvattir til að senda upplýsingar um það til Fjallabyggðar (sjá slóð neðar í fréttinni). Mikið berst af fyrirspurnum til Fjallabyggðar um afþreyingu fyrir börn í sumar.
Lesa meira
03.05.2021
Þann 8. maí árið 2021 munu strákarnir sem komu, sáu og sigruðu Söngkeppni framhaldsskólanna í september 2020 gefa út sitt fyrsta lag. Lagið heitir ‘Aleinn á nýársdag’ og kemur út á öllum helstu streymisveitum. Einnig kemur út myndband við lagið á Youtube þann sama dag. Þessir drengir hafa spilað saman í mörg ár og er loksins komið að því að þeir gefi út sitt efni.
Lesa meira