Rótarýklúbburinn færði Leikhólum hljóðfæri að gjöf

Mynd: K. Haraldur/Svavar Berg
Mynd: K. Haraldur/Svavar Berg
Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar komu færandi hendi í Leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði á dögunum. Tilefnið er árleg gjafa og styrkveitingar í tilefni af alþjóðlegum Rótarýdegi 23. febrúar.  
Það er markmið félaga að láta gott af sér leiða sem víðast í samfélaginu og er gjöfin; hljóðfæri að þessu sinni hugsuð fyrir heill og hamingju barnanna, þar sem vitað er að tónlist og tónlistariðkun er mjög gagnleg í uppvextinum og þroska barna.

Börnin tóku hljóðfærunum fegins hendi og fengu að prufa, en áður en að því kom sögðu Olga Gísladóttir leikskólastjóri og K. Haraldur forseti Rotarý nokkur orð og svo sungu börnin  leikskólalagið; Í leikskóla er gaman.

Klúbburinn hefur styrkt samfélagsverkefni í Ólafsfirði mörg undanfarin ár. Á yfirstandandi starfsári er áhersla klúbbsins að tengja sig við ungt fólk og gera rótarý sýnilegt reyndar fyrir alla, en einkum klúbbnum að vekja athygli á Rótarýstarfi í hópum unga fólksins sem og hjá foreldrum barnanna.
 
Fjallabyggð þakkar góðar gjafir. 
 
    

Myndir:
K. Haraldur/Svavar Berg

Fréttin er aðsend.