Fréttir

Stóri Plokkdagurinn 24. apríl - Áskorun til íbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð

Stóri Plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 24. apríl nk. Fjallabyggð mun taka þátt og leggur til poka sem aðgengilegir verða áhugasömum Plokkurum í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Lesa meira

Tillaga að Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með endurskoðað aðalskipulag Fjallabyggðar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verður verður til sýnis á tæknideild Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2021 til og með 28. maí 2021. Tillagan er einnig aðgengileg hér:
Lesa meira

Sundlaugar í Fjallabyggð opna á morgun 15. apríl

Sundlaugarnar í Fjallabyggð verða opnaðar á morgun 15. apríl 2021 kl. 6:30 en ný reglugerð um sóttvarnir sem gildi tekur á miðnætti leyfir opnun sundlauga með 50% leyfilegum hámarksfjölda gesta. [Meira...]
Lesa meira

Aðili óskast til þess að sjá um dúntekju á Leirutanga, Siglufirði

Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum aðila til þess að sjá um dúntekju á Leirutanga, Siglufirði. Meginþættir verkefnis: [Meira...]
Lesa meira

200. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

200. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 14. apríl 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Vorhátíð Grunnskóla Fjallabyggðar í streymi

Vorhátíð 1.-7. bekkjar var tekin upp í liðinni viku. Nemendur vilja gjarnan bjóða ykkur að horfa á hana á netinu.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 26.03 2021

Fyrir ekki mörgum dögum taldi ég, eins og svo margi aðrir, að framundan væru nokkuð hefðbundnir páskar með ferðalögum, fermingum og samverustundum… svo reyndist ekki vera og eru það nokkur vonbrigði. [Meira]
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra í Skálarhlíð fellur niður til 15. apríl nk.

Allt félagsstarf eldri borgara í Skálarhlíð fellur niður tímabundið, frá og með deginum í dag, og næstu þrjár vikur eða til 15. apríl vegna hertra sóttvarnarreglna. Starfið verður endurskoðað til samræmis við þær reglur sem taka þá við. Öll önnur þjónusta við íbúa verður óbreytt.
Lesa meira

Breytt áætlun skólarútu til 31. mars

Vegna lokunar grunn- og framhaldsskóla verður áætlun skólarútu með breyttu sniði næstu daga eða til og með 31. mars nk. Áætlun er eftirfarandi: Frá Siglufirði kl: 7:40, 12:40 og 15:50 Frá Ólafsfirði kl. 8:05, 13:15 og 16:15. Grímuskylda er í skólarútunni.
Lesa meira

Aðgangur að afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar takmörkuð

Aðgangur að afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar takmörkuð fyrir utanaðkomandi vegna fjöldatakmarkana nema brýna nauðsyn beri til en öll starfsemi er óskert.
Lesa meira