12.02.2021
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.
Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.
Lesa meira
11.02.2021
Í dag er 112 dagurinn og auðvitað var hann kynntur fyrir börnunum á leikskólanum. Aðalmarkmið dagsins var að kynna neyðarnúmerið 112. En áhersla dagsins er einnig að þessu sinni að huga sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.
Lesa meira
11.02.2021
Akstur skólarútu verður samkvæmt gildandi aksturstöflu dagana 16. - 19. febrúar. Vetrarfrí verður í Grunnskóla Fjallabyggðar 18. og 19. febrúar nk.
Akstur skólrútunnar verður með eftirfarandi hætti þessa fjóra daga [meira]
Lesa meira
10.02.2021
1-1-2 dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is.
Lesa meira
10.02.2021
Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði halda upp á 112 daginn með styrktartónleikum í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20:00
Miðasala fer fram á tix.is eða með að senda tölvupóst á strakar.tonleikar@gmail.com
Tónleikunum verður streymt á youtube rás Straumenda
Lesa meira
09.02.2021
Markmið laga nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem eru með framleiðslu og lögheimili fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa þ.a.l. við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.
Lesa meira
09.02.2021
Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2021.
Lesa meira
09.02.2021
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.
Lesa meira
09.02.2021
Almannavarnair í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla hafa tekið saman smá leiðbeiningar varðandi öskudaginn.
Lesa meira
09.02.2021
Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur ákveðið að Fjarðargangan 2021 verði rafræn.
Rafræna gangan í ár fer þannig fram að þátttakendur ganga sína vegalengd hvar sem er. Það eina sem keppandi þarft að gera er að senda staðfestingu frá Strava, Garmin, Sport Tracker eða sambærilegu forriti um að viðkomandi hafi lokið sinni vegalengd samkvæmt skráningu. Þar með hefur viðkomandi lokið Fjarðargöngunni 2021, fær stimpil í Íslandsgöngu vegabréfið og á möguleika á að detta í lukkupottinn með útdráttarverðlaun.
Lesa meira