Samkvæmt reglugerð nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.810 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.
Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2020-2021 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar.
Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á postur@anr.is vegna tillagna sveitarfélaga er til 12. febrúar n.k. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum og í framhaldinu auglýsa sérreglur fyrir viðkomandi sveitarfélög.
Tillögur Fjallabyggðar varðandi sérreglur sem víkja frá almennum skilyrðum reglugerðar nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021 má finna hér.