Fréttir

Útivistarfólk hugi að aðstæðum, veðri og skoði spár um snjóflóðahættu

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent eftirfarandi tilkynningu út. Mikið hefur snjóað víða um land undanfarna daga og ljóst að margir hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi útivist. Í ljósi þess viljum við vekja athygli á spá um snjóflóðahættu frá Veðurstofunni sem má sjá nánar hér: https://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/
Lesa meira

Fréttatilkynning - Staðan í samgöngumálum

Undanfarið hafa Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu. Vegna lokana nú sem og ítrekaðra lokana á síðasta vetri vill bæjarráð Fjallabyggðar leggja á það ríka áherslu að nú þegar verði brugðist við af hálfu ríkisvaldsins, þess aðila sem ber ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi samgangna. Það er með öllu óásættanlegt að fram undan séu, ef ekkert er að gert og áætlunum ekki breytt, áratugir án úrbóta í samgöngumálum sveitarfélagsins. Þar er vísað til fyrirliggjandi samgönguáætlunar og þess að ríkisvaldið hefur með áætluninni markað þá stefnu að einungis skuli unnið að einum jarðgöngum á hverjum tíma. Bæjarráð Fjallabyggðar leggur á það ríka áherslu að nú þegar verði, með skýrum hætti, hafist handa við undirbúning framkvæmda sem nauðsynlegar eru til að leysa af hólmi, annars vegar veginn um Ólafsfjarðarmúla og hins vegar veginn um Almenninga.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur votlendis er 2. febrúar

Alþjóðlegur dagur votlendis, 2. febrúar, er nýttur til að vekja athygli á stöðu votlendis í heiminum og ákall um endurheimt og mikilvægi endurheimtar í baráttunni við hlýnun jarðar og eflingu vistkerfa
Lesa meira

Íslendingar stefna norður – Fundur og vinnustofa

Þann 3. febrúar næstkomandi, frá 10:00 – 11:30, býður Markaðsstofa Norðurlands til fundar og vinnustofu með samstarfsfyrirtækjum sínum þar sem rætt verður um markhópinn íslenska ferðamenn. Á síðasta ári ferðuðust Íslendingar innanlands sem aldrei fyrr og voru langstærsti hlutinn af viðskiptavinum ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er nýr veruleiki og útlit er fyrir að næsta sumar verði staðan áfram sú að Íslendingar verði einna stærsti hluti viðskiptavina. Því er mikilvægt að samstarfsfyrirtæki MN verði vel undirbúin og tilbúin að taka á móti löndum sínum. Í lok fundar verður stutt vinnustofa þar sem fundargestir taka þátt í verkefnavinnu og umræðum.
Lesa meira

Auglýsing um álagningu fasteignagjalda í Fjallabyggð 2021

Álagningu fasteignagjalda 2021 er nú lokið. Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru aðgengilegir í gegnum rafræn Fjallabyggð, íbúagáttina á heimasíðu Fjallabyggðar, undir fasteignagjöld. Einnig eru þeir aðgengilegir á islands.is.
Lesa meira

Saman fyrir Seyðisfjörð

Múlaþing auglýsir samstarfsverkefnið "Saman fyrir Seyðisfjörð" sem vinnur að því að aðstoða við enduruppbyggingu Seyðisfjarðar eftir að aurskriður og hamfaraflóð féllu á bæinn, með mikilli eyðileggingu, í lok síðasta árs.
Lesa meira

Tilkynning frá Almannavörnum sunnudaginn 24. janúar 2021

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Í tilkynningu kemur fram að rýmingju sé aflétt á Siglufirði en að vegfarendur og ferðalangar hafi varann á, á svæðum þar sem snjóflóð geta fallið. Smellið á fréttina til að sjá tilkynninguna í heild sinni.
Lesa meira

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra 23.1.2021

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra varðandi hættustig vegna snjóflóðahættu, rýmingu á Siglufirði og færð á vegum. Smellið hér til að sjá tilkynninguna.
Lesa meira

Tilkynning frá Almannavörnum

Áfram er hættustig á Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis. Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis. Sjá tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra á meðfylgjandi hlekk.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra - 22.01.2021

Kæru íbúar Fjallabyggðar. Undanfarna daga hafa ófærð, einangrun, snjóflóð, snjóflóðahætta og önnur veðurtengd óáran herjað á okkur íbúa Fjallabyggðar. Allt atriði sem ég sé að þið, íbúar Fjallabyggðar, eruð vön og takið af stóískri ró þess sem veit að við náttúruna verður lítið ráðið.
Lesa meira