Boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum

Frá og með þriðjudeginum 25. maí eru boðaðar tilslakanir á sóttvarnarreglum.

Ný reglugerð leyfir hámarksfjölda á sundstöðum og líkamrsæktarstöðum þó ekki fleiri en 150 manns. Í sundlaugum og líkamsræktarsölum íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar falla því fjöldatakmarkanir úr gildi en áfram þarf að skrá sig í tíma í líkamsræktarsölum, virða 2 metra nándartakmörk og notendur eru beðnir um að sótthreinsa tæki og áhöld að lokinni notkun.

Reglugerð um samkomutakmarkanir