Skipulags- og matslýsing - Upphaf vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. maí sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfi þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra vegfarenda í umferðinni og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar. Einkum verði skoðuð gatnamót og innkeyrslur svo og umferðarhraði. Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð er til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og  einnig hér í pdf.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir lok 18. júní nk.  

Skipulags- og tæknifulltrúi

 
Yfirlitsmynd af Ólafsfirði. Deiliskipulagsmörk sýnd með rauðri strikalínu.
 
Yfirlitsmynd af Siglufirði. Deiliskipulagsmörk sýnd með rauðri strikalínu