Kynningarefni, spurningar og svör frá opnum íbúafundi 1. febrúar sl.

Þann 1. febrúar stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi um samgöngur og snjóflóðavarnir í kjölfar atburða í byrjun árs og viðbrögð við þeim. Á fundinn mættu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Almannavarna.

Fundinum var streymt á Teams og á Facebook síðu Fjallabyggðar þar sem upptaka af fundinum er aðgengileg ásamt því að hægt er að nálgast upptökuna hér á heimasíðu Fjallabyggðar.

Íbúar voru hvattir til að senda inn spurningar fyrir fundinn og sömuleiðis gafst gestum tækifæri til að senda inn spurningar með rafrænum hætti á fundinum.  Á fundunum var flestum þeim spurningum sem bárust svarað.

Hér að neðan má sjá allar spurningar sem bárust fyrir fundinn og fram komu á fundinum. Þar sem margar spurninganna vörðuðu sama viðfangsefnið voru þær teknar saman ásamt svari. Svör við nærri öllum spurningum fengust á fundinum sjálfum sem einnig er hægt að nálgast í upptöku til hlustunar og eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að hlusta.

Slóð á upptöku af fundinum
Spurningalisti frá íbúum
Spurningar samantekt og svör 

Veðurstofa Íslands - Endurskoðun hættumats og rýmingaráælun fyrir Strengsgijasvæðið á Siglufirði