Fréttir

Fréttatilkynningar frá Vatnsvarnarbandalaginu

Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam á þriðja milljarði króna árið 2013 og varð langmestur hluti tjónsins á heimilum eða 84 prósent. Tryggingafélögin bæta tjónið að miklu leyti en ljóst er að heimilin bera verulegan kostnað af vatnstjóni. 
Lesa meira

Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. 
Lesa meira

Frítt í sund fyrir framhaldsskólanemendur

Fræðslu- og frístundanefnd hefur ákveðið að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði nemendum Menntaskólans á Tröllaskaga, sem og nemendum annarra framhaldsskóla með lögheimili í Fjallabyggð, boðið frítt í sund í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Verða nemendur að framvísa skólaskírteini til að fá frítt í sund. 
Lesa meira

Tekið jákvætt í hugmynd um fólksflutninga á fjöll

Á fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 17. mars var tekið fyrir erindi Þórðar Guðmundssonar og Elísar Hólms Þórðarsonar f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dagsett 13. febrúar 2014. Óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að ferja fólk upp á fjöll sem eru í eigu sveitarfélagsins, með sérútbúnum snjótroðara, til útsýnis- og skíðaferða. 
Lesa meira

Vel heppnaðar kvikmyndasýningar

Á laugardaginn voru sýndar þrjár franskar kvikmyndir í Fjallabyggð sem hluti af Franskri kvikmyndahátíð á Norðurlandi. Tvær sýningar voru í Bláa húsinu á Siglufirði og ein sýning í  Tjarnaborg í Ólafsfirði.  
Lesa meira

Kvikmyndasýningar í Fjallabyggð

Sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance francaise, í samstarfi við Akureyrarbæ og Fjallabyggð, skipuleggja tvær franskar kvikmyndahátíðir á Norðurlandi frá 15. til 19. mars 2014. Aðgangur er ókeypis á alla hátíðina! 
Lesa meira

Tilkynning frá Leikfélagi Fjallabyggðar

Sýningum Leikfélags Fjallabyggðar á leikverkinu Brúðkaup hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  Leikfélag Fjallabyggðar.
Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin er haldin um land allt í 7. bekkjum grunnskólanna. Hún var haldin fyrst veturinn 1996-1997 í skólum í Hafnarfirði og Álftanesi en hefur síðan þá dreifst í flesta skóla hringinn í kringum landið. 
Lesa meira

Bútasaumssýningu frestað

Fyrirhugaðri bútasaumssýningu hjá Quilt-konum sem vera átti í Tjarnaborg þann 12. mars hefur verið frestað um óákveðin tíma.
Lesa meira

Franska kvikmyndahátíðin sýnir myndir í Fjallabyggð.

Árlega er haldin frönsk kvikmyndahátíð í Reykjavík og er hátíðin annar stærsti kvikmyndaviðburður Íslands á eftir RIFF. Árlega sækja um 10.000 gestir frönsku kvikmyndahátíðina sem fagnaði sínu 14. sýningarári núna í janúar.  
Lesa meira