Fréttir

Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur þann 12. febrúar 2014 samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Vesturtanga á Siglufirði. Viðfangsefni deiliskipulagsins er að skipuleggja tvær lóðir innan skipulagssvæðisins fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti.
Lesa meira

Fráveita á Siglufirði - stöðuskýrsla.

VSÓ Ráðgjöf hefur tekið saman skýrslu fyrir Fjallabyggð um fráveitu Siglufjarðar. Í skýrslu þessari er gert nokkurs konar stöðumat á fráveitu Siglufjarðar, tekin saman þau viðfangsefni sem lokið er, skerpt á því sem er ólokið og gerð grein fyrir breyttum áherslum varðandi lausnir.
Lesa meira

MENNINGARSÚPA 19. febrúar á Hótel Kea.

Menningarráð Eyþings og Akureyrarstofa boða til fundar, Menningarsúpu, miðvikudaginn 19. febrúar kl. 11:30 - 13:00 á Hótel Kea. Gestir fundarins eru þau Hjörtur Ágústsson kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins og Ragnhildur Zoega frá Rannís. 
Lesa meira

Ólæti í byrjun júní

Ólæti, tónlistar- og menningarhátíð ungs fólks verður haldin í byrjun júní eða helgina 6. - 8. Ólæti byggist upp á fjölbreyttum tónlistaratriðum og mikilli afþreyingu.  
Lesa meira

Hugarflug um handverk.

Grasrót boðar til fundar laugardaginn 15. febrúar kl. 10:00 - 13:00 í sal félagsins á 3. hæð Hjalteyrargötu 20, Akureyri.
Lesa meira

112 dagurinn

Viðbragðsaðilar í Fjallabyggð halda upp á 112 daginn, í dag, þriðjudaginn 11. febrúar. 
Lesa meira

Viðburðadagatal Fjallabyggðar

Í byrjun janúar var auglýst á heimasíðu Fjallabyggðar eftir viðburðum í sveitarfélaginu á þessu ári. Búið er að taka saman alla innsenda viðburði í eitt skjal, Viðburðadagatal Fjallabyggðar. Hægt er að nálgast viðburðadagatalið hér á heimasíðunni undir útgefið efni.
Lesa meira

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri

Aðalfundur Félags um Síldarævintýri verður haldin í Bátahúsinu miðvikudagskvöldið 12. febrúar kl. 20:00. Almenn aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Þjónustu- og hagsmunaaðilar sérstaklega hvattir til að mæta. Stjórnin.
Lesa meira

Komdu hugmynd í framkvæmd á 54 klukkustundum!

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri helgina, 28. – 30. mars.  Viðburðurinn er haldinn er í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. 
Lesa meira

UÍF óskar eftir sjálfboðaliðum

Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.... og því biðlar stjórn UÍF til íbúa Fjallabyggðar vegna lokaþrifa á íbúðarhúsinu á Hóli. Framkvæmdir hafa gengið vel og munu iðnaðarmennirnir klára á fimmtudaginn. 
Lesa meira