Fréttir

Rekstur Fjallabyggðar skilaði 150 milljóna króna hagnaði

Sveitarfélagið Fjallabyggð skilaði 150,1 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en fyrri umræða um ársreikninga fór fram í bæjarstjórn í gær. Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að vísa ársreikningum til síðari umræðu. 
Lesa meira

Líf og fjör á Öskudeginum

Það var líf og fjör í Fjallabyggð í gær á Öskudaginn. Börn og ungmenni uppáklædd í hinum ýmsu búningum gengu á milli fyrirtækja og sungu í þeirri von að fá góðgæti fyrir. 
Lesa meira

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð

Árleg Öskudagsskemmtun verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði miðvikudaginn 5. mars (Öskudag) milli kl. 14:30 - 15:30. Kötturinn sleginn úr tunnunni. Leikjabraut. Öll börn fá svaladrykk.
Lesa meira

Ný heimasíða Síldarminjasafnsins

Sl. laugardag var formlega tekin í notkun ný heimasíða Síldarminjasafns Íslands. Búið er að vinna að gerð þessarar síðu í nokkra mánuði og má segja að vel hafi tekist til. 
Lesa meira

Líf og fjör í Tjarnarborg

Það er mikið um að vera í Menningarhúsinu  Tjarnarborg þessa daga. Leikfélag Fjallabyggðar er á fullu að æfa leikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson og er fyrirhuguð frumsýning 14. mars. 
Lesa meira

Góður árangur í Lífshlaupinu

Úrslit liggja nú fyrir í Lífshlaupi ÍSÍ. Alls voru sjö fyrirtæki sem tóku þátt en sex þeirra voru með skráningu undir Fjallabyggð. Arionbanki í Ólafsfirði var hluti af liði bankans á landsvísu.
Lesa meira

Lengri opnun sundlauga

Sundlaugar Fjallabyggðar verða opnar allan daginn, 27. - 28. febrúar og 3. - 4. mars vegna vetrarleyfis í Grunnskóla Fjallabyggðar. Sjá nánar um opnunartíma sundlauganna hér. Helgaropnun er óbreytt.
Lesa meira

Breytt áætlun á skólaakstri í vetrarfríi

Fimmtudaginn 27. febrúar verða foreldraviðtöl í grunnskólanum og á föstudaginn er starfsdagur kennara. Mánudag og þriðjudag í næstu viku er svo vetrarfrí í grunnskólanum.  Af þessum sökum munu ferðir skólarútunnar breytast þessa daga og verða sem hér segir: 
Lesa meira

Sundlaugin á Siglufirði lokuð

Vegna viðgerða á loftræstikerfi í sundlauginni á Siglufirði verður hún lokuð í dag, 25. febrúar og á morgun 26. febrúar.  Opið verður í íþróttsalinn og þreksalinn.
Lesa meira

Frístundastyrkur Fjallabyggðar

Nú hafa ávísanir vegna frístundastyrkja fyrir árið 2014 verið settar í póst. Um er að ræða styrk að upphæð 7.500 kr. fyrir hvern einstakling á aldrinum 6 - 18 ára.
Lesa meira