Menningarhúsið Tjarnarborg
Það er mikið um að vera í Menningarhúsinu Tjarnarborg þessa daga. Leikfélag Fjallabyggðar er á fullu að æfa leikritið
Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson og er fyrirhuguð frumsýning 14. mars.
Forstöðumaður hússins er svo með ýmsa hluti í skoðun til að auka á fjölbreytileika í starfsemi hússins og m.a. að koma
upp búnaði til kvikmyndasýninga. Laugardaginn 15. mars verður sýnd frönsk bíómynd í húsinu sem hluti af Franskri kvikmyndaviku sem haldin
verður á Norðurlandi.
En næst á dagskrá í Menningarhúsinu er dansleikur laugardaginn 1. mars þar sem Hljómsveitin Heldri menn frá Siglufirði leikur fyrir
dansi.
Um er að ræða "gömlu dansa ball" og mun hljómsveitin spila frá kl. 21:00 til miðnættis.
Húsið verður opnað kl. 20:30
Miðaverð er kr. 2.000
Dömu- og herrafrí (eins og í gamla daga).
Nú er um að gera að pússa rykið af skónum. Mæta til að létta lundina og dansa gömlu dansana.
18 ára aldurstakmark.
Veitingahúsið Höllin sér um veitingar.